Hótel Selfoss áfram bakhjarl handboltans

Nökkvi Dan Elliðason leikmaður Selfoss og Þórir Haraldsson formaður deildarinnar ásamt Ragnari J. Bogasyni hótelstjóra og Hrefnu Katrínardóttir yfirþjóni. Ljósmynd/Selfoss

Á dögunum skrifuðu fulltrúar handknattleiksdeildar Selfoss undir áframhaldandi samstarfssamning við Hótel Selfoss.

Í tilkynningu frá handknattleiksdeildinni segir að þar á bæ séu fólk gríðarlega ánægt með samstarfið og hefur verið það undanfarin ár, en Hótel Selfoss hefur verið einn af tryggustu styrktaraðilum handbolta á Selfossi í gegnum árin.

Fyrri greinStrandhreinsun á Eyrarbakka á laugardag
Næsta greinBúið að opna Suðurlandsveg