Hörkuleikur gegn Evrópumeisturunum

Mia Kristin Syverud. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Keppni í úrvalsdeild kvenna í handbolta hófst í dag þegar Selfoss fékk Evrópumeistara Vals í heimsókn í Set-höllina Iðu. Eftir æsispennandi leik hafði Valur þriggja marka sigur, 25-28.

Selfoss byrjaði betur í leiknum, komst í 6-3 en Valur jafnaði 6-6 eftir tíu mínútna leik. Jafnt var á öllum tölum eftir það en Selfoss skoraði síðustu tvö mörkin í fyrri hálfleik og staðan var 14-12 í leikhléi.

Selfoss hafði forystuna lengst af seinni hálfleik en þegar tólf mínútur voru eftir jafnaði Valur 21-21. Gestirnir voru með frumkvæðið eftir það og unnu að lokum þriggja marka sigur, 25-28.

Nöfnurnar Mia Kristin Syverud og Arna Kristín Einarsdóttir voru markahæstar Selfyssinga í dag með 6 mörk. Harpa Valey Gylfadóttir og Ída Bjarklind Magnúsdóttir skoruðu 4, Hulda Dís Þrastardóttir 3/2 og Sara Dröfn Richardsdóttir skoraði 2. Ágústa Tanja Jóhannsdóttir varði 12 skot í marki Selfoss og var með 40% markvörslu.

Fyrri greinÚtisvæðið við sundlaugina í Reykholti endurnýjað
Næsta greinKA hafði betur á endasprettinum