Hörkukeppni framundan hjá sterkustu konum landsins

Fimm Sunnlendingar í það minnsta munu taka þátt í keppninni um Sterkustu konu Íslands sem haldin verður í Sporthúsinu í Kópavogi á morgun, laugardag.

Sunnlendingar réðu lögum og lofum í keppninni í fyrra og röðuðu sér þá í fjögur efstu sætin. Bryndís Ólafsdóttir sigraði þá annað árið í röð, en hún er flutt af landi brott og verður ekki með í ár. Þóra Þorsteinsdóttir og Rósa Birgisdóttir frá Stokkseyri mæta til leiks en þær voru í 2. og 3. sæti í fyrra.

Anna Heiður Heiðarsdóttir er einnig meðal keppenda í ár en hún varð í 4. sæti í fyrra. Anna er til alls líkleg en hún hefur æft stíft í Kraftbrennzlunni á Selfossi undanfarna mánuði. Sigurbjörg Arndal frá Þorlákshöfn keppir einnig á mótinu sem og Hrunakonan Lilja B. Jónsdóttir frá Hornafirði en hún varð í 2. sæti í -75 kg flokknum í fyrra og hefur keppt með góðum árangri á sterkum mótum erlendis í ár.

Fyrri greinStarfsemi Kötlu jarðvangs í uppnámi
Næsta greinRvk-Rio á hátíðar sjötommu – MYNDBAND