Hörkukeppni á héraðsmóti

Héraðsleikar- og Aldursflokkamót Héraðssambandsins Skarphéðins voru haldin í Þorlákshöfn í dag. Keppni hófst klukkan tíu í morgun en á mótinu er keppt í frjálsíþróttum 14 ára og yngri.

Héraðsleikarnir eru fyrir 10 ára og yngri og aldursflokkamótið er fyrir 11 – 14 ára. Þetta eru tvö aðskilin mót þó þau fari fram á sama keppnisdegi.

Veðrið lék við keppendur og mótsgesti í Þorlákshöfn í dag og náðist góður árangur í mörgum greinum.

Úrslitin frá aldursflokkamótinu má finna hér, og frá héraðsleikunum hér, en á héraðsleikunum fá allir keppendurnir verðlaun fyrir þátttökuna.

Fyrri greinÆgir og KFR töpuðu
Næsta greinHanna og Guðmundur stóðu sig vel