Hörkubarátta í Vestmannaeyjum

Selfyssingar áttu fínan leik gegn ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta í dag úti í Eyjum. Að lokum hafði ÍBV þó sigur, 30-27, í jöfnum og spennandi leik.

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en ÍBV náði þriggja marka forskoti á síðustu tíu mínútunum. Selfoss leiddi 14-15 í hálfleik en þegar ellefu mínútur voru eftir var staðan 23-23. ÍBV vann hins vegar lokakaflann 7-4 og tryggði sér stigin tvö.

Þuríður Guðjónsdótir og Carmen Palamariu skoruðu sjö mörk hvor fyrir Selfyssinga og Tinna Soffía Traustadóttir sex.

Selfoss er í 10. sæti með 6 stig.

Fyrri greinTekur 65 milljóna króna lán
Næsta greinSaga Hellu komin upp í 32 milljónir króna