Hólmfríður leggur skóna á hilluna

Hólmfríður Magnúsdóttir í leik með Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Knattspyrnukonan Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður Selfoss, hefur lagt skóna á hilluna en hún og Einar Karl Þórhallsson eiga von á barni í mars næstkomandi.

Hólmfríður tilkynnti þetta á Facebooksíðu sinni í kvöld. Hún hefur spilað ellefu leiki fyrir Selfoss í Pepsi Max deildinni í sumar og skorað í þeim þrjú mörk.

Á Facebooksíðu Selfoss Fótbolta er Fríðu þakkað fyrir frábært framlag til knattspyrnunnar á Selfossi undanfarin ár. Hólmfríður gekk til liðs við Selfoss fyrir tímabilið 2019 og hefur leikið 45 leiki fyrir félagið í deild og bikar en hún er næst leikjahæsta knattspyrnukona Íslandssögunnar með 334 leiki í deildarkeppni. Hún lék 113 A-landsleiki á ferlinum en síðasta landsleikinn lék hún 36 ára gömul haustið 2020.

Fyrri grein90 í einangrun á Suðurlandi
Næsta greinSelfoss byrjaði á tapleik