Hólmfríður kinnbeinsbrotin

Hólmfríður í leik gegn Þrótti á dögunum. Ljósmynd/fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður bikarmeistara Selfoss í knattspyrnu, verður frá keppni næstu vikurnar eftir að hún kinnbeinsbrotnaði á æfingu síðastliðinn sunnudag.

Hólmfríður lenti í samstuði á æfingunni með þessum afleiðingum. Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, staðfesti þetta í samtali við sunnlenska.is.

Þetta er mikil blóðtaka fyrir Selfossliðið en Hólmfríður var ekki í leikmannahópi liðsins sem mætir ÍBV í dag og verður væntanlega frá í einhverjar vikur.

Fyrri greinAusturvegur lokaður til vesturs
Næsta greinSelfoss missti niður tveggja marka forskot