Hólmfríður best í umferðum 7-12

Hólmfríður Magnúsdóttir í leik með Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfyssingurinn Hólmfríður Magnúsdóttir var valin besti leikmaður annars þriðjungs Pepsi Max-deildar kvenna í knattspyrnu í kosningu á Fótbolti.net. 

Það er Origo sem verðlaunar leikmann hvers þriðjungs í Pepsi Max-deildum karla og kvenna í sumar. Lesendur Fótbolta.net fengu að velja milli fjögurra tilnefndra leikmanna og Hólmfríður fékk 40% atkvæða. 

Hún fékk í verðlaun glæsileg Sonu bluetooth heyrnartól frá Origo.

Valið var unnið í samvinnu við Heimavöllinn en sérfræðingar þáttarins tilnefndu fjóra leikmenn. Það voru auk Hólmfríðar þær Hlín Eiríksdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir úr Val og Agla María Albertsdóttir úr Breiðabliki.

Fyrri greinKennsluflugvél hlekktist á á Flúðum
Næsta greinGul viðvörun: Inn með trampólín og garðhúsgögn