Hólmfríður níunda í kjörinu

Rangæingurinn Hólmfríður Magnúsdóttir varð níunda í kjörinu um íþróttamann ársins 2010 en kjörinu var lýst í kvöld.

Hólmfríður átti frábært ár með félagsliði sínu, Philadelphia Independence, en liðið varð í 2. sæti bandarísku WSP atvinnumannadeildarinnar.

Hólmfríður fékk 61 stig í kjörinu um íþróttamann ársins.

Röð íþróttamannanna 26 og stigafjölda hvers þeirra má sjá hér að neðan.

1. Alexander Petersson, handknattleikur, 307
2. Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna, 283
3. Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikar, 171
4. Aron Pálmarsson, handknattleikur, 123
5. Arnór Atlason, handknattleikur, 105
6. Ólafur Stefánsson, handknattleikur, 102
7. Hlynur Bæringsson, körfuknattleikur, 65
8. Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttir, 62
9. Hólmfríður Magnúsdóttir, knattspyrna, 61
10. Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund, 47

11. Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir, 40
12. Róbert Gunnarsson, handknattleikur, 30
13.-14. Þóra B. Helgadóttir, knattspyrna, 25
13.-14. Birgir Leifur Hafþórsson, golf, 25
15. Helena Sverrisdóttir, körfuknattleikur, 19
16. Grétar Rafn Steinsson, knattspyrna, 17
17. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, handknattleikur, 13
18. Ragna Ingólfsdóttir, badminton, 9
19. Alfreð Finnbogason, knattspyrna, 8
20. Björgvin Páll Gústavsson, handknattleikur, 5

21. Ragnheiður Ragnarsdóttir, sund, 4
22. Jón Margeir Sverrisson, sund fatlaðra, 3
23.-24. Sölvi Geir Ottesen, knattspyrna, 2
23.-24. Jakob Jóhann Sveinsson, sund, 2
25.-26. Björgvin Björgvinsson, skíði, 1
25.-26. Auðunn Jónsson, kraftlyftingar, 1

Fyrri greinEngin gleði í Hveragerði
Næsta greinRagnheiður ráðin félagsmálastjóri