Holan of djúp eftir 1. leikhluta

Hallgrímur Brynólfsson, þjálfari Hamars-Þórs, les sínum leikmönnum pistilinn. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar-Þór tapaði 61-74 þegar Stjarnan kom í heimsókn í Hveragerði í 1. umferð 1. deildar kvenna í körfubolta í dag.

Eftir jafna byrjun grófu þær sunnlensku sér djúpa holu á síðustu fimm mínútum 1. leikhluta en eftir hann leiddi Stjarnan 19-31. Hamar-Þór vann sig aftur inn í leikinn og minnkaði muninn smátt og smátt.

Staðan var 32-41 í hálfleik og í upphafi 4. leikhluta náði Hamar-Þór að koma muninum niður í fjögur stig, 51-55. Þá tóku Stjörnukonur við sér aftur, juku forskotið, og lönduðu að lokum öruggum sigri.

Tölfræði Hamars-Þórs: Jenna Mastellone 31/6 fráköst, Emma Hrönn Hákonardóttir 16/9 fráköst, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 9, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir 3, Gígja Rut Gautadóttir 2/12 fráköst/3 varin skot, Stefania Osk Olafsdottir4 fráköst.

Fyrri greinValur of stór biti
Næsta grein„Þessir tveir ungu lögreglumenn hefðu bjargað lífi mínu“