Hlynur við toppinn í Eyjum

Hlynur Geir Hjartarson varð í 3.-6. sæti í 1. umferð Íslensku mótaraðarinnar í golfi sem fram fór í Vestmannaeyjum um helgina.

Hlynur var í toppbaráttunni frá upphafi en hann lék fyrri hringinn á 68 höggum, eða tveimur undir pari. Í dag lék hann hinsvegar á tveimur höggum yfir pari og hafnaði því í 3. sæti, jafn þremur öðrum kylfingum.

Andri Már Óskarsson, GHR, varð í 20.-25. sæti. Andri lék á sjö höggum yfir pari í gær en átti góðan hring í dag sem hann lék á 70 höggum, eða pari vallarins.