Hlynur tilnefndur í Firðinum

Selfyssingurinn Hlynur Geir Hjartarson er einn þeirra sem tilnefndur er í kjöri íþróttamanns Hafnarfjarðar 2010.

Hlynur leikur undir merkjum Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði. Hann náði frábærum árangri í sumar og varð stigameistari Golfsambands Íslands í annað sinn.

Hlynur kemur hins vegar ekki til greina þegar Sveitarfélagið Árborg verðlaunar íþróttamann ársins á milli jóla og nýárs. Þar eru aðeins tilnefndir fulltrúar íþróttafélaganna í Árborg.