Hlynur stigameistari 2010

Hlynur Geir Hjartarson er stigameistari Íslands í golfi í ár en hann varð í 4. sæti á Egils Gull-mótinu sem lauk á Strandarvelli við Hellu í dag.

Hlynur lék hringina tvo á 140 höggum en Haraldur Franklín Magnús sigraði á 138 höggum. Fjórða sætið dugði Hlyni til þess að verða efstur að stigum á Eimskipsmótaröðinni.

Andri Már Óskarsson, GHR, varð í 13.-14. sæti á Hellu á 146 höggum og Hjörtur Leví Pétursson í 15.-17. sæti á 147 höggum.

Fyrri grein200 milljónir ofan í skúffu Landsbankans
Næsta greinDorrit kenndi Sámi að synda