Hlynur og Alexandra klúbbmeistarar

Meistaramóti Golfklúbbs Selfoss lauk síðastliðinn laugardag. Klúbbmeistarar urðu Hlynur Geir Hjartarson og Alexandra Eir Grétarsdóttir.

Ekki er hægt að segja að veðrið hafi leikið við keppendur fyrrihluta vikunnar en það var þó bærilegt á fimmtudag og föstudag.

Metþátttaka var í mótinu er 77 keppendur voru skráðir til leiks með börnum og unglingum.

Hlynur Geir sigraði nokkuð örugglega í meistaraflokki en Alexandra Eir sigraði 1. flokki kvenna. Mikil fjölgun var í kvennaflokkum í meistaramótinu og ekki hafa verið svona margar konur í mótinu í mörg ár.

Fyrri greinFylgjast vel með umferð á „svartblettum“
Næsta greinHafliðadagur í Bókakaffinu