Hlynur lék á 19 höggum undir pari

Hlynur Geir Hjartarson varð klúbbmeistari Golfklúbbs Selfoss í gær með fáheyrðum yfirburðum. Hann lék hringina fjóra, 72 holur, á samtals 19 höggum undir pari.

Ekki er vitað til að nokkur annar íslenskur kylfingur hafi leikið á svo mörgum höggum undir pari í meistaramóti. Hlynur lék hringina á 65-66-62 og 68 höggum og setti vallarmet á hring þrjú. Hann var með 22 fugla, 47 pör og aðeins 3 skolla.

Meistaraflokkur
1 Hlynur Geir Hjartarson GOS 65 66 62 68 = 261 -19
2 Jón Ingi Grímsson GOS 70 64 73 = 278 -2
3 Guðmundur Bergsson GOS 70 75 81 74 = 300 +20
4 Bergur Sverrisson GOS 81 73 76 76 = 306 +26

1. fl. karla
1 Ragnar Sigurðarson GOS 72 78 74 81 = 305
2 Símon Leví Héðinsson GOS 77 72 80 77 = 306
3 Birgir Rúnar Steinarsson Busk GOS 76 88 75 76 = 315

1. fl. kvenna
1 Alexandra Eir Grétarsdóttir GOS 93 85 87 88 = 353
2 Alda Sigurðardóttir GOS 93 90 87 86 = 356
3 Guðfinna Þorsteinsdóttir GOS 102 93 92 96 = 383

Öldungar 1. fl.
1 Samúel Smári Hreggviðsson GOS 86 81 86 84 = 337
2 Bárður Guðmundarson GOS 87 86 86 86 = 345
3 Páll Leó Jónsson GOS 96 93 93 99 381 = 101

2. fl. karla
1 Ástmundur Sigmarsson GOS 85 82 79 81 = 327
2 Guðmundur Þ Hafsteinsson GOS 82 83 86 85 = 336
3 Björn Daði Björnsson GOS 90 82 81 85 = 338

3. fl. karla
1 Sigurlaugur B Ólafsson GOS 101 99 105 99 = 404
2 Halldór Unnar Ómarsson GK 103 105 98 102 = 408

2. fl. kvenna
1 Ástfríður M Sigurðardóttir GOS 107 102 107 118 = 434

Fyrri greinÞróttur sló Selfoss út úr bikarnum
Næsta greinMikill erill hjá Hvolsvallarlögreglu