Hlynur kominn heim

Hlynur Hreinsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hlynur Hreinsson er genginn til liðs við körfuknattleikslið Selfoss á nýjan leik eftir stutta dvöl hjá Grindavík.

Þetta eru frábær tíðindi fyrir Selfyssinga en Hlynur mun styrkja lið þeirra verulega fyrir lokasprettinn í 1. deildinni.

Hlynur fékk ekki mörg tækifæri til að sýna sig í Grindavík það sem af er keppnistímabilinu og spilaði aðeins rúmar 9 mínútur að meðaltali.

Á heimasíðu Selfoss er tíðindunum fagnað og sagt að Hlynur hafi undanfarin ár verið í framvarðarsveit Selfossliðsins og iðulega yljað stuðningsmönnum þess með góðum leik og flottum tilþrifum.

Fyrri grein„Ég held að dæmin sanni hversu gott slökkvilið þetta er“
Næsta greinHámarkshraði við einbreiðar brýr lækkaður