Hlynur klúbbmeistari á Selfossi

Hlynur Geir Hjartarson sigraði á Meistaramóti Golfklúbbs Selfoss sem lauk á Svarfhólsvelli á laugardaginn. Hlynur setti vallarmet á öðrum hring, lék á 66 höggum, en hringina fimm lék hann á 280 höggum.

Jón Ingi Grímsson varð annar í meistaraflokki á 289 höggum og Bergur Sverrisson þriðji á 302 höggum. Hlynur Geir setti vallarmet í öðrum hringnum, 66 högg, og var Jón Ingi nálægt því síðustu tvo dagana en hann leik á 67 höggum. Glæsilegt hjá Jóni Inga sem tryggði sér þar með 2. sætið í meistaraflokknum.

Alda Sigurðardóttir varð klúbbmeistari kvenna á 364 höggum, Guðfinna Þorsteinsdóttir varð önnur á 383 höggum og Jónbjörg Kjartansdóttir þriðja á 398 höggum.

Keppendur 74 talsins og lék veðrið við þá. Mikil spenna var í mörgun flokkum og réðust ekki úrslit fyrr en á síðustu holum.

Úrslit í öðrum flokkum:
1. flokkur

Halldór Sigþórsson 312 högg
Jón Sveinberg Birgisson 321 högg
Kjartan Ólason 343 högg

2. flokkur
Eiríkur Þór Eiríksson 340 högg
Bjarni Auðunsson 343 högg
Herbert Viðarsson 346 högg

3. flokkur
Björn Daði Gíslason 345 högg
Grétar H Sigurgíslason 352 högg
Gestur Guðjónsson 356 högg

4. flokkur
Hreiðar Jónsson 412 högg

5. flokkur
Sigurlaugur B Ólafsson 424 högg
Axel Óli Ægisson 425 högg
Benidikt Magnússon 437 högg

Öldungaflokkur
Sigurður Reynir Óttarsson 339 högg
Samúel Smári Hreggviðsson 343 högg
Bárður Guðmundarson 368 högg

Unglingaflokkur
Andri Páll Ásgeirsson 344 högg
Helgi Hjaltason 347 högg
Nökkvi Rounak Jónsson 367 högg

8-10 ára flokkur
Máni Páll Eiríksson 165 högg
Aron Emil Gunnarsson 167 högg
Haukur Páll Hallgrímsson 171 högg

11-12 ára flokkur
Gabríel Werner Guðmundsson 166 högg
Heiðrún Anna Hlynsdóttir 176 högg
Leó Snær Róbertsson 199 högg

13-14 ára flokkur
Aron Óli Lúðvíksson 148 högg
Elías Skæringur Guðmundsson 218 högg