Hlynur keppir á HM

Selfyssingurinn Hlynur Geir Hjartarson er einn sex landsliðsmanna Íslands sem keppir á heimsmeistaramóti áhugamanna í golfi í Argentínu.

Mótið er haldið í nágrenni Buenos Aires, konurnar leika 20.-23. október en karlarnir 28.-31. október. Þrír eru í hvoru liði sem Ragnar Ólafsson, landsliðseinvaldur, valdi.

Kvennaliðið skipa:
Tinna Jóhannsdóttir (GK)
Valdís Þóra Jónsdóttir (GL)
Signý Arnórsdóttir (GK)

Karlaliðið skipa:
Ólafur Björn Loftsson (NK)
Hlynur Geir Hjartarson (GK)
Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR)