Hlynur Geir PGA kylfingur ársins

Hlynur Geir Hjartarson, Golfklúbbi Selfoss, var útnefndur kylfingur ársins 2012 á aðalfundi PGA á Íslandi um helgina en Hlynur hefur sýnt mikla seiglu í gegnum árin og náð frábærum árangri hér heima og með landsliðinu.

Í sumar útskrifaðist hann sem PGA kennari og hefur lyft grettistaki sem framkvæmdastjóri Golfklúbbs Selfoss og hefur þannig sýnt að hægt að ná frábærum árangri sem kylfingur á meðan menn eru önnum kafnir í sinni vinnu.

Var hann meðal annars stigameistari 2012 á Eimskipsmótaröðinni og er það fyrst og fremst fyrir þann árangur Hlynur Geir var valin kylfingur ársins.

Sigurpáll Geir Sveinsson var valinn PGA kennari ársins og Ólafur Jóhannesson var krýndur PGA meistarinn 2012 sem sigurvegari PGA mótaraðarinnar.

Fyrri greinRáðherra heimili sorpbrennslu á Klaustri
Næsta greinFótspor og eldri borgarar fengu viðurkenningu