Hlynur Geir í góðum málum

Hlynur Geir Hjartarson, Golfklúbbi Selfoss, er í góðum málum eftir fyrri dag Símamótsins, lokamóts Eimskipsmótaraðarinnar í golfi, sem fram fer á Grafarholtsvelli um helgina.

Tveir hringir voru spilaðir í dag og að þeim loknum er Hlynur í 2. sæti á 146 höggum, fjórum yfir pari. Kristján Þór Einarsson úr GK leiðir á 144 höggum.

Hlynur er í 2. sæti stigalistans á Eimskipsmótaröðinni og á möguleika á að tryggja sér stigameistaratitilinn þegar lokahringurinn verður leikinn á morgun.

Aðstæður voru erfiðar í dag en talsverð rigning gerði kylfingum erfitt fyrir. Hlynur lék fyrri 18 holurnar á 75 höggum en þær síðari á 71 höggi.

Hinn ungi Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis hefur leikið vel í dag, á 76 og 74 höggum, og er í 8. sæti sem stendur á 150 höggum. Næstur á eftir honum kemur Rangæingurinn Andri Már Óskarsson, GHR, á 152 höggum ásamt tveimur öðrum kylfingum. Andri Már lék á 78 og 74 höggum í dag.

Staða efstu kylfinga í karlaflokki:
1. Kristján Þór Einarsson, GK 69-75=144 +2
2. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 75-71=146 +4
3.-4. Magnús Lárusson, GKJ 72-75=147 +5
3.-4. Einar Haukur Óskarsson, GK 71-76=147 +5
5.-6. Þórður Rafn Gissurarson, GR 73-75=148 +6
5.-6. Bjarki Pétursson, GB 79-69=148 +6
7. Kjartan Dór Kjartansson, GKG 75-74=149 +7
8. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 76-74=150 +8
9.-11. Andri Már Óskarsson, GHR 78-74=152 +10
9.-11. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG 78-74=152 +10
9.-11. Birgir Guðjónsson, GR 80-72=152 +10