Hlynur Geir á EM

Selfyssingurinn Hlynur Geir Hjartarson, Keili, er einn sex landsliðsmanna Íslands í golfi sem keppa munu á Evrópumótinu í Svíþjóð í júlí.

Ragnar Ólafsson, landsliðseinvaldur, hefur valið karla- og kvennalið Íslands sem keppa á EM landsliða 6.-10. júlí. Karlarnir keppa í Svíþjóð og konurnar á Spáni.

Kylfingar sem skipa karlaliðið á EM:
Alfreð Brynjar Kristinsson GKG
Axel Bóasson GK
Hlynur Geir Hjartarson GK
Kristján Þór Einarsson GKj
Ólafur Björn Loftsson NK
Sigmundur Einar Másson GKG
Liðsstjórar eru Ragnar Ólafsson og Derrick Moor, PGA golfkennari.

Kylfingar sem skipa kvennaliðið á EM:
Eygló Myrra Óskarsdóttir GO
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR
Ragna Björk Ólafsdóttir GK
Signý Arnórsdóttir GK
Tinna Jóhannsdóttir GK
Valdís Þóra Jónsdóttir GL
Liðsstjórar eru Steinunn Eggertsdóttir og Karl Ómar Karlsson, PGA golfkennari.

Fyrri greinFjölbreytt dagskrá á Jónsmessuhátíð
Næsta grein„Þurfum að vera á tánum allan leikinn“