Hlúa að öflugu forvarnarstarfi

Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri, og Arnheiður Dögg Einarsdóttir, formaður Dímonar, skrifuðu undir samninginn. Ljósmynd/Rangárþing eystra

Íþróttafélagið Dímon og Rangárþing eystra endurnýjuðu á dögunum samstarfssamning sín á milli en með samningnum er verið að tryggja öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf fyrir börn og unglinga í sveitarfélaginu.

„Með samningi sem þessum er verið að tryggja starfsemi íþróttafélagsins enn frekar enda er það mat sveitarstjórnar að Dímon sinni öflugu og viðurkenndu forvarnarstarfi sem ber að hlúa að,“ segir í frétt frá Rangárþingi eystra.

Fyrri greinTryggja þarf fjármögnun sjúkraþyrlu
Næsta greinRagnar Ævar ráðinn heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúi