Hljóp sitt hraðasta hlaup í ár

Frjálsíþróttakonan Fjóla Signý Hannesdóttir frá Stóru-Sandvík sigraði í 400m hlaupi í forkeppni XL-Galan mótsins í Stokkhólmi í dag á tímanum 57,51 sek.

Þetta er hraðasta 400m hlaup Fjólu á þessu innanhússkeppnistímabili en tímabilinu lauk með mótinu í kvöld. Fjóla var 0,3 sekúndum frá sínum besta árangri sem hún setti á þessu sama móti í fyrra.

XL-Galan er sterkt alþjóðlegt mót sem haldið er árlega í Stokkhólmi. Keppt var í riðlum í forkeppninni (landskeppni) í dag en í kvöld kepptu sterkir alþjóðlegir íþróttamenn í aðalkeppni mótsins.

Fyrri greinBæjarráð áhugasamt um fleiri landsmót
Næsta greinLeshringur stofnaður á Selfossi