Hlaupum yfir brúna

Brúarhlaupið fer fram í dag á Selfossi en í hádeginu voru styttri vegalengdri ræstar af Ölfusárbrú.

Í morgun voru hálfmaraþonhlauparar ræstir auk þess sem hjólreiðamenn eru líklega flestir komnir í mark.

Hundruðir hlaupara taka þátt í þessu árlega hlaupi en endamarkið er við Landsbankann og mun verðlaunaafhending fara fram í Tryggvagarði kl. 14 í dag.