Hlaupið eins og vindurinn á 1. maí

Hlaupahópurinn Frískir Flóamenn stendur fyrir Intersporthlaupinu eins og vindurinn þann 1. maí næstkomandi og hefst það kl. 13:00.

Lengd hlaupsins er 10 km og er vegalengdin löglega mæld samkvæmt reglum FRÍ.

Hlaupaleiðin er frá Intersporti [BYKO] á Selfossi um Larsenstræti og Gaulverjabæjarveg. Hlaupið hefst eða endar við Intersport og fer það eftir því hvort hagstæðara er með tilliti til vindáttar. Hlaupið er um sléttlendi Flóans.

Skráning: Forskráning er á hlaup.is og lýkur 30. maí kl. 21:00. Skráning og afhending keppnisnúmera er í Intersporti Selfossi frá kl. 16-18 þann 30. apríl. Þátttökugjald er kr. 2.500 og greiðist með peningum nema í forskráningu. Keppnisnúmer verður einnig hægt að nálgast á hlaupadegi frá kl. 11:00 til 12:15 á sama stað. Rúta flytur keppendur að rásmarki, brottför er frá Intersport kl. 12:20.

Flokkaskipting: Aldursskiping hjá konum og körlum; 39 ára og yngri, 40-49, 50-59, 60 ára og eldri.

Verðlaun: Verðlaun verða fyrir þrjá fyrstu í hverjum flokki. Vegleg sérverðlaun verða fyrir fyrsta karl og fyrstu konu í hlaupinu. Einnig verða útdráttarverðlaun.

Verðlaunaafhending verður við Intersport að hlaupi loknu. Frítt er fyrir þátttakendur í Sundhöll Selfoss.

Nánari upplýsingar eru á friskirfloamenn.blog.is og í síma 840 6320 (Magnús).

Fyrri greinGuðjón Öfjörð fór holu í höggi
Næsta greinEndurnýjað samkomulag í skólamálum