HK og Haukar með sigra

Hið árlega Ragnarsmót í handknattleik hófst á Selfossi í gærkvöldi þar sem HK og Haukar unnu sína leiki. Selfoss hefur leik í kvöld.

HK og FH áttust við í hörkuleik sem lauk með þriggja marka sigri HK, 35-32. Staðan var 15-15 í hálfleik.

Í seinni leik gærdagsins mættust Fram og Haukar þar sem Haukar voru sterkari og sigruðu 24-31. Staðan í hálfleik var 11-14 fyrir Hauka.

Í kvöld fara fram tveir leikir en Selfoss mætir HK kl. 18:30 og Haukar og Valur eigast svo við kl. 20. Mótið fer fram í íþróttahúsi Vallaskóla.