Hjörvar tekur við liði KFR

Hjörvar og Tómas Birgir Magnússon handsala samninginn á Valhalla á Hvolsvelli. Ljósmynd/KFR

Hjörvar Sigðurðsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá Knattspyrnufélagi Rangæinga fyrir næsta keppnistímabil.

Hjörvar er langt frá því að vera ókunnugur í herbúðum KFR, því hann er leikjahæsti leikmaður meistaraflokks karla hjá KFR ásamt því að hafa verið í þjálfarateymi meistaraflokks síðustu tímabil. Þá hefur hann einnig borið fyrirliðabandið undanfarin ár.

„Það eru spennandi tímar framundan hjá meistaraflokk KFR þar sem margir ungir og efnilegir leikmenn eru að koma upp í gengum yngri flokka og fyrir eru reynslumiklir leikmenn,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Fyrri greinSelfyssingar komust ekki á flug
Næsta greinÓk ferðamönnum án leyfis