Selfoss og Fjölnir höfðu sætaskipti í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld eftir að liðin mættust í Grafarvoginum. Fjölnir sigraði 84-77.
Það er spurning hvort leikplan liðanna hafi verið rætt yfir morgunbollanum en þjálfarar liðanna eru hjónin Berglind Karen Ingvarsdóttir, þjálfari Selfoss og Halldór Karl Þórsson, þjálfari Fjölnis.
Halldór fagnaði í kvöld en eftir sveiflukenndan fyrri hálfleik voru Fjölniskonur sterkari í seinni hálfleiknum og sigruðu nokkuð örugglega. Staðan í hálfleik var 38-46, Selfyssingum í vil.
Matilde Sorensen var stigahæst hjá Selfyssingum með 27 stig og Jessica Tomasetti skoraði 19 og tók 9 fráköst.
Selfoss er nú í 4. sæti deildarinnar með 8 stig en Fjölnir lyfti sér upp í 3. sætið með 10 stig.
Fjölnir-Selfoss 84-77 (26-25, 12-21, 21-8, 25-23)
Tölfræði Selfoss: Mathilde Sorensen 27/4 fráköst, Jessica Tomasetti 19/9 fráköst/5 stoðsendingar, Valdís Una Guðmannsdóttir 14, Anna Katrín Víðisdóttir 10, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 4, Perla María Karlsdóttir 3/5 fráköst.

