Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn haldin í fyrsta sinn

Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn fer fram laugardaginn 1. september næstkomandi.

Nafnið er fengið frá Gullna hringnum svokallaða um uppsveitir Árnessýslu, en hægt verður að velja mismunandi vegalengdir í kepnnin.

Lengsta vegalengdin sem hjóluð verður í keppninni er alls um 111 km. löng og liggur frá Laugarvatni að Geysi og þaðan niður Biskupstungnabraut að Þingvalla afleggjaranum í Grímsnesi og upp þar um Gjábakkaveg og að Laugarvatni aftur. Einnig er keppt í aðgengilegri vegalengdum, 48.5 km og 12 km.

Boðið verður uppá skemmtilega barna hjólreiðakeppni á Laugarvatni á meðan keppni þeirra fullorðnu fer fram. Að keppni lokinni verður keppendum boðið upp á heita súpu og frítt í Laugarvatn Fontana.

Klukkan 18:00 verður keppendum, fjölskyldum og vinum svo boðið uppá fría aðstöðu til risa útigrills og í framhaldi verður tendraður varðeldur og sungið með brekkusöngsbrag inní kvöldið.

Í tilkynningu frá skipuleggjendum segir að þegar hafi margir af bestu hjólreiðarmönnum boðað komu sína í Gullhringinn.