Hjólhestaspyrna Magnúsar tryggði sigurinn

Magnús Ingi Einarsson skoraði bæði mörk Árborgar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Árborg tyllti sér á toppinn í riðli 2 í C-deild deildarbikars karla í knattspyrnu með góðum útisigri á Berserkjum í kvöld.

Fyrri hálfleikur var markalaus en þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik kom Magnús Ingi Einarsson Árborgurum yfir. Hann var svo aftur ár ferðinni á 77. mínútu þegar hann skoraði glæsilegt mark með hjólhestaspyrnu. Það reyndist sigurmark leiksins en Berserkir minnkuðu muninn í 1-2 í uppbótartímanum.

Árborg hefur 6 stig í toppsæti riðilsins en Berserkir eru í 3. sæti með 3 stig.

Fyrri greinÞórsarar aftur í 2. sætið
Næsta greinGrundvallaratriði að kippa ekki fótum undan starfsmenntanáminu