Hjálmar Vilhelm með frábæran árangur á NM í tugþraut

Hjálmar Vilhelm stekkur í hástökki á ÍR-vellinum um helgina. Ljósmynd/FRÍ

Hjálmar Vilhelm Rúnarsson, Umf. Selfoss, hafnaði í 5. sæti af níu keppendum í tugþraut í flokki U-18 ára á Norðurlandameistaramótinu í fjölþraut sem fram fór á ÍR-vellinum um helgina.

Hjálmar Vilhelm, sem er fæddur 2008 og er þar af leiðandi á yngra aldursári í flokknum, náði flottri tugþraut um helgina þegar hann náði í 6.161 stig. Hæst ber að nefna frábært spjótkast þegar hann kastaði lengst allra með kast uppá 56,01 m sem er persónuleg bæting hjá honum. Hann bætti sig einnig í 1500 m hlaupi og hljóp svo frábært 100 m hlaup á 11,44 sekúndum.

Virkilega góður árangur hjá Hjálmari en til gamans má nefna að hann stóð efstur af sínum jafnöldrum í þrautinni, þeim sem fæddir eru 2008.

Árangur Hjálmars í einstaka greinum var eftirfarandi:
100 m | 11,44 sek. (+2,6) | 765 stig
Langstökk | 6,22m (+3,3) | 635 stig
Kúla | 13,38m | 690 stig
Hástökk | 1,81m | 636 stig
400 m | 54,99 sek | 599 stig
110 m grind | 16,69 (+4,7) | 657 stig
Kringla | 33,34m | 531 stig
Stöng | 3,20m | 406 stig
Spjót | 56,01 pb. | 678 stig
1500 m | 4:59,26 mín. pb. | 564 stig

Fyrri greinStokkseyri enn án stiga – Hasar á Hellissandi
Næsta greinSvanur sæmdur fálkaorðunni