Hjálmar Vilhelm Rúnarsson, Umf. Selfoss, hefur verið valinn til að keppa í tugþraut U18 á Norðurlandameistaramótinu í fjölþrautum.
Mótið fer fram í Gautaborg í Svíþjóð um næstu helgi, 14.-15. júní næstkomandi, og fara auk þess þrír aðrir íslenskir keppendur á mótið. Rúnar Hjálmarsson yfirþjálfari frjásíþróttadeildar Selfoss verður þjálfari hópsins ásamt Boga Eggertssyni þjálfara FH.
Besti árangur Hjálmars Vilhelm er 6.025 stig í tugþraut í flokki 16-17 ára og er það jafnframt HSK met í hans flokki.
