Hinrik Fáksknapi árins

Á uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Fáks fyrir skömmu var Hinrik Bragason á Árbakka á Rangárvöllum valinn knapi ársins 2011.

Hinrik var í landsliði Íslands á heimsmeistaramótinu í Austurríki og varð hann í 4. sæti í tölti og 5. sæti í fjórgangi. Hann varð Íslandsmeistari í fjórgangi og í 5. sæti í tölti á Íslandsmótinu og samanlagður sigurvegari í fjórgangsgreinum.

Á Reykjavíkurmóti Fáks varð Hinrik í 1. sæti í tölti opnum flokki, 1. sæti í fimmgangi opnum flokki, samanlagður sigurvegari í fjórgangsgreinum opnum flokki og í 4. sæti í gæðingaskeiði meistaraflokki.

Á Gæðingamóti Fáks varð hann í 2. sæti í tölti og 3. sæti í A-flokki gæðinga. Ekki má gleyma landsmótinu en þar hampaði Hinrik hinum eftirsótta sigri í A-flokki gæðinga og var sá sigur aldrei í hættu. Einnig var hann valinn gæðingaknapi ársins og kom m.a. tveimur hestum í A-úrslit á landsmótinu á Vindheimamelum í sumar.