Hin fjögur fræknu í beinni

Úrslitakeppni Lengjubikars karla í körfubolta fer fram í Stykkishólmi um helgina. Þórsarar leika gegn Tindastól í kvöld en allir leikir úrslitakeppninnar verða í beinni á SportTV.is.

Liðin fjögur fræknu sem komin eru í úrslit eru auk Þór og Tindastóls, Snæfell og Grindavík.

Þór og Tindastóll leika kl. 18:30 í kvöld og leikur Snæfells og Grindavíkur hefst kl. 20:30.

Sigurliðin mætast svo í Hólminum á morgun kl. 16:00 og sá leikur er einnig í beinni á SportTV.

Fyrri greinNiðurgreiðslan hækkuð um 600 krónur
Næsta greinSteinunn og Bjarni lesa upp