Hilmar og Thelma sigruðu í Kastþraut Óla Guðmunds

Keppendur í Kastþraut Óla Guðmunds 2021. Ljósmynd/Aðsend

Árleg Kastþraut Óla Guðmunds fór fram í góðu veðri föstudaginn 3. september síðastliðinn. Í kastþrautinni er léttleikinn í fyrirrúmi en keppt er í sleggjukasti, kringlukasti, kúluvarpi, spjótkasti og lóðkasti.

Flestir sterkustu kastarar landsins í karlaflokki voru mættir til keppni. Hilmar Örn Jónsson sleggjukastari úr FH sigraði karlakeppnina á nýju stigameti er hann fèkk 4.044 stig og bætti sitt eigið met frá 2015. Guðni Valur Guðnason ÍR, Ólympíufari í kringlukasti, varð annar með tæp 3.900 stig og Mímir Sigurðsson FH í 3. sæti.

Í kvennaflokki var skemmtileg keppni milli heimakvenna. Thelma Björk Einarsdóttir sigraði með rúmlega 2.500 stig, systir hennar Hildur Helga varð í 2. sæti með rúmlega 2.300 stig og Álfrún Diljá Kristínardóttir í því þriðja, allar frá Selfossi. Þess má geta að Álfrún setti Íslandsmet í lóðkasti í sínum aldursflokki en hún er 15 ára gömul.

Heimakonur háðu harða keppni í kvennaflokki. Ljósmynd/Aðsend
Efstu keppendur í karlaflokki, ásamt Óla Guðmunds. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinEfling geðheilbrigðisþjónustu
Næsta greinAlexander Íslandsmeistari í unglingaflokki