Hestafjör í dag

Hestafjör 2013 verður haldið í reiðhöll Sleipnis að Brávöllum á Selfossi í dag kl. 14:00.

Fram koma sýningarhópar barna, unglinga og ungmenna frá hestamannafélögum á Suðurlandi. Skrautreið og ýmsar þrautir.

Meðal skemmtiatriða má nefna Ingó og leynigest og harmonikkuspil. Veitingasala verður í hléi. Frítt inn meðan húsrúm leyfir.

Kynnir er Steindór Guðmundsson.

Fyrri greinÆgir og Hamar sigruðu – Rangæingar lutu í gervigras
Næsta greinGrýlupottahlaup 2/2013 – Úrslit