Hestafjör á Brávöllum

Æskulýðsnefnd Hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi stendur fyrir árlegu hestafjöri í reiðhöll Sleipnis að Brávöllum í dag kl. 14.

Fram koma sýningarhópar barna, unglinga og ungmenna frá hestamannafélögum á Suðurlandi. Skrautreið og ýmsar þrautir.

Sýningar-Vinir í leik, Guðný og Háfeti frá Hrísdal, fimleikaatriði frá hestamannafélaginu Þyt á Hvammstanga, harmonikkuspil, veitingasala, Sveppi og Villi, skemmtiatriði, leynigestur og fleiri góðir gestir.

Frítt inn meðan húsrúm leyfir. Kynnir er Páll Bragi Hólmarsson.