Herslumuninn vantaði hjá Þór

Þór Þorlákshöfn tapaði 73-81 þegar KR kom í heimsókn í Domino’s-deild karla í körfubolta í kvöld.

Þórsarar voru eitthvað vankaðir á upphafsmínútunum því KR komst í 2-18. Á rúmum tveimur mínútum náðu Þórsarar hins vegar að svara með 14-0 áhlaupi og minnka muninn í 16-18 en KR skoraði síðustu tvö stig 1. leikhluta.

Annar leikhluti var jafn, og Þórsarar náðu að jafna, 29-29, þegar þrjár og hálf mínúta var til leikhlés. KR leiddi í hálfleik, 35-40.

KR hafði frumkvæðið allan síðari hálfleik en Þórsarar voru aldrei langt undan. Á lokamínútunni náði Þór að minnka muninn í fimm stig, 71-76, en KR ingar voru ákveðnir á lokakaflanum og hleyptu Þór ekki nær sér.

Að loknum þrettán umferðum eru Þórsarar í 6. sæti deildarinnar með 114 stig en KR er í 2. sæti með 20 stig.

Tölfræði Þórs: Vance Hall 30 stig/4 fráköst (21 í framlag), Grétar Ingi Erlendsson 13 stig/12 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 10 stig/12 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 9 stig, Davíð Arnar Ágústsson 6 stig, Þorsteinn Már Ragnarsson 2 stig/6 fráköst, Ragnar Örn Bragason 2 stig, Emil Karel Einarsson 1 stig/4 fráköst.

Fyrri greinBorga foreldrum fyrir að hafa börnin heima
Næsta greinHamar tapaði fyrir toppliðinu