Hermann ráðinn aðstoðarþjálfari

Hermann Valsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Selfoss í knattspyrnu. Hermann var aðstoðarmaður Gunnars Guðmundssonar, þjálfara Selfoss, í U17 ára landsliði Íslands.

Hermann tekur við starfinu af Halldóri Björnssyni sem sagði starfi sínu lausu vegna anna sem eru framundan hjá kvennalandsliði Íslands þar sem Halldór er markmannsþjálfari.

Hermann er íþróttakennari að mennt og kennir við Norðlingaskóla í Reykjavík. Hann hefur langa reynslu af þjálfun en auk þess að þjálfa hjá KSÍ hefur hann m.a. þjálfað hjá Fram, KR, Haukum og Fylki.

Fyrri greinSpurningakeppni átthagafélaganna hefst í kvöld
Næsta greinHressandi sigling á Ölfusá – Myndband