Héraðsmetið féll á Laugaveginum

Arnar Þór fagnaði vel þegar hann kom í mark í Húsadal. Ljósmynd/Elísabet Erlendsdóttir

Arnar Þór Ingólfsson, Umf. Þór Þorlákshöfn, setti nýtt HSK met í karlaflokki í Laugavegshlaupinu á dögunum.

Arnar Þór hljóp á milli Landmannalauga og Þórsmerkur á 5:23,50 klst og bætti fjórtán ára gamalt héraðsmet Stefáns Hólmgeirssonar um 16,04 mínútur.

Árangurs Arnars Þórs er einnig öldungamet HSK í flokki 30-34 ára en þar bætti hann fimmtán ára gamalt met Björns Magnúsar Sverrissonar um rúma klukkustund.

Þess má geta að Arnar Þór á einnig héraðsmet karla í maraþonhlaupi en það setti hann í sínu fyrsta maraþonhlaupi í fyrra.

Fyrri greinRagnar og Eva Lind á verðlaunapalli
Næsta greinFrábært vor hefur skapað sterkan grunn