Héraðsþing í Hveragerði á laugardag

95. héraðsþing Héraðssambandsins Skarphéðins verður haldið á Hótel Örk í Hveragerði á morgun, laugardaginn 11. mars.

Rétt til setu á þinginu eiga 131 fulltrúi frá 58 aðildarfélögum HSK og tveimur sérráðum sambandsins.

Mörg mál verða til umræðu á þinginu og sextán tillögur verða lagðar fram til afgreiðslu.

Á þinginu kemur út vegleg ársskýrsla um starfsemi sambandsins á liðnu ári og íþróttamenn HSK í einstökum greinum verða verðlaunaðir á þinginu.