Henriette framlengir við Selfoss

Henriette Østergård stóð sig vel í leiknum og varði 17 skot. Ljósmynd: Umf. Selfoss/ÁÞG

Markmaðurinn Henriette Østergård hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss.

Henriette, sem er tvítug, kom í fyrra til Selfoss frá Elitehåndbold Aalborg sem er félag í  efstu deild í Danmörku.

Hún hefur leikið lykilhlutverk í meistaraflokki kvenna í vetur og var með yfir 40% markvörslu að meðaltali í leikjum vetrarins. Selfoss varð í 2. sæti í Grill 66 deildinni í vetur en eygir sæti í Olísdeildinni, komi til þess að liðum verði fjölgað þar.

Í tilkynningu frá handknattleiksdeild Selfoss er því fagnað að að Henriette skuli velja áfram að vera hér á Selfossi.

Fyrri greinBorgarverk bauð lægst í Hamarsveg
Næsta greinSlasaðist við Sköflung