Hengill Ultra Trail hefst á miðnætti

Á miðnætti í kvöld verða keppendur í Hengill Ultra Trail utanvega hlaupinu ræstir í 100 kílómetra hlaupi sem er lengsta keppnisvegalend sem boðið er uppá á Íslandi.

Keppendurnir gera ráð fyrir því að vera um það bil 13 til 16 klukkustundir að klára hlaupið. Þó nokkrir erlendir hlauparar eru mættir til landsins til að taka þátt í keppninni en einnig er keppt í 50 km hlaupi og svo 24 km, 10 km og 5 km en ræst er í þær vegalengdir á morgun.

Langflestir keppendur eru skráðir í 24 km hlaupið en það er ræst klukkan 13:00 á morgun og eru aðstandendur keppenda og áhugafólk hvatt til að koma í Hveragerði og fylgjast með ræsingunni klukkan 13:00 og svo aftur klukkan 14:00 þegar 5 og 10 km leiðirnar eru ræstar en skömmu síðar fara fyrstu keppendur í 50 km og 100 km að koma í mark. Þeir sem ætla að hlaupa 50 km eru ræstir klukkan 09:00 í fyrramál. Í Hveragerði eru frábærir veitingastaðir, ein fallegasta sundlaug á landinu og mikið í boði fyrir gesti og gangandi sem vilja koma í bæinn og fylgjast með þessu opna, magnaða, íþróttamóti.

Mótið er ræst í Listigarðinum í Hveragerði og þaðan hlaupið upp Reykjadalinn og alveg upp á og yfir Hengilinn í lengstu vegalengdunum. Mótstjórn er í hátíðarsal Skyrgerðarinnar sem er ný uppgerð í hjarta bæjarins og þar er lík eitt best bistro/café á landinu þannig að bragðlaukarnir geta líka komið í partý í Hengil Ultra Trail um helgina.

Fyrri greinEldur í saunaklefa í Grímsnesinu
Næsta greinGrunnskólanemendum í Bláskógabyggð útveguð námsgögn