Hengill áfram í kjallara íþróttahússins

Hveragerðisbær og Crossfit Hengill hafa gert nýtt samkomulag og framlengt um eitt ár afnot Hengils af kjallara íþróttahússins í Hveragerði.

Í tilkynningu frá Hveragerðisbæ segir að starfsemi Hengils sé búin að festa sér sess í líkamsræktarflóru bæjarins og fari hún ört vaxandi.

Um þessar mundir æfa 13 sterkir crossfittarar allstaðar að úr Evrópu í stöðinni. Hópurinn er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í crossfit með Björgvini Karli undir leiðsögn danska lyftingaþjáfarans Erik Lau Kelner. Þetta er í annað sinn á árinu sem þau koma í Hengil í æfingabúðir en hópurinn gistir í Frumskógum.

Fyrri greinHellisheiði opin
Næsta greinHlíf orðin 106 ára