Hellutorfærunni frestað

Vegna dræmrar skráningar keppenda hefur torfærukeppninni á Hellu, sem fram átti að fara um næstu helgi, verið frestað.

Ekki hefur verið fundin ný dagsetning á keppnina en Svanur S. Lárusson, keppnisstjóri á Hellu, sagði í samtali við sunnlenska.is að menn ætli að sjá til hvað aðrir keppnishaldarar muni gera í sumar.