Heljarstökk við brúarsporðinn

Fimleikakrakkar á Selfossi hafa vakið athygli vegfarenda í morgun þar sem þau eru á fimleikaæfingu á bökkum Ölfusár.

Hópurinn samanstendur af sjötíu iðkendum á aldrinum 9-13 ára. Þau æfa fimm sinnum í viku í þrjá tíma á dag undir stjórn reyndra þjálfara Selfossliðsins.

Það er nýbreytni hjá fimleikadeildinni að bjóða upp á sumaræfingar þannig að nú æfa krakkarnir allt árið um kring ef frá er talið tveggja vikna sumarfrí.

Að auki er boðið upp á tveggja vikna fimleikaklúbb í sumar og verður hann við æfingar á bökkum Ölfusár eftir hádegi í dag.