Helgi og Sigurður Már í HK

Tveir handboltamenn frá Selfossi hafa gengið í raðir HK í efstu deild, þeir Helgi Hlynsson og Sigurður Már Guðmundsson.

Frá þessu er greint á heimasíðu HK.

Helgi, sem er markmaður, fer til HK á lánssamningi en hann hefur verið aðalmarkmaður Selfoss undanfarin ár og einn af betri markvörðum 1. deildarinnar.

Sigurður Már skrifaði undir tveggja ára samning við HK. Hann er 22 ára gamall og er öflug skytta og varnarmaður. Hann lék lítið með Selfossi á síðasta tímabili vegna meiðsla en kom inn í leikmannahópinn eftir áramót.

Fyrri greinSelfyssingar sigruðu í stigakeppninni
Næsta greinÞrettán kærðir fyrir hraðakstur á vegavinnukafla