Helgi og Sigurður í FSu

Tvíburabræðurnir Helgi og Sigurður Jónssynir hafa gengið til liðs við Körfuknattleiksfélag FSu á venslasamningi frá Þór Þorlákshöfn.

Þessir knáu bakverðir, sem eru nýlega orðnir 17 ára, eru frá Þorlákshöfn og hafa leikið með Þór upp yngriflokkana.

Bræðurnir hafa undanfarið dvalið í Danaveldi og æft þar undir leiðsögn Craig Petersen og Arnars Guðjónssonar, landsliðsþjálfarateymis karlalandsliðs HelgiogSiggi.handsalÍslands. Þeir hófu nám í FSu nú í haust og eru m.a. nemendur Körfuboltaakademíunnar.

Eftir að hafa kynnst í Akademíunni áherslum og þjálfunaraðferðum þeirra Eloy Doce Chambrelan og aðstoðarmanns hans, Jose Gonzalez Dantas, ákváðu þeir að söðla um og æfa og keppa með FSu í 1. deildinni í vetur, enda þéttskipaður æfingahópurinn hjá Þórsurum af eldri og reyndari mönnum.