Helgi bestur hjá KFR

Helgi Ármannsson var valinn leikmaður ársins á lokahófi Knattspyrnufélags Rangæinga um síðustu helgi.

Helgi átti frábært tímabil á miðjunni hjá KFR og var besti leikmaður þeirra í úrslitakeppninni. Bjarki Axelsson var valinn efnilegasti leikmaðurinn og Reynir Björgvinsson var markakóngur liðsins.

Hápunktur lokahófsins var hins vegar sigur þeirra gömlu í Spurningakeppni Lalla, þar sem gömlu refirnir í þjálfarateyminu rassskelltu yngri leikmenn með visku sinni.