Helga og Rakel Norðurlandameistarar

Tveir Sunnlendingar unnu í dag Norðurlandameistaratitla með liðum sínum á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem fram fór í Odense í Danmörku í dag.

Hvergerðingurinn Helga Hjartardóttir varð Norðurlandameistari í hópfimleikum blandaðra liða með liði sínu, Ollerup GF. Ollerup sigraði í keppni blandaðra liða með samtals 54.983 stig en í 2. sæti varð annað danskt lið, TeamGym Greve. Ísland sendi ekki lið til leiks í blandaðri keppni.

Síðar í dag varð svo Rangæingurinn Rakel Nathalie Kristinsdóttir frá Árbæjarhjáleigu Norðurlandameistari með liði sínu. Gerpla frá Kópavogi vann þá nauman og sætan sigur í kvennaflokki og varði þar með titil sinn frá árinu 2011. Gerpla hlaut 53.833 stig en sænska liðið Örebro varð í 2. sæti með 52.800 stig og þar rétt á eftir kom Höganäs frá Svíþjóð með 52.483 stig.

UPPFÆRT KL. 22:04

Fyrri greinArna Ír og Eggert: Gamaldags vinnubrögð við gerð fjárhagsáætlunar
Næsta greinHekla Þöll Íslandsmeistari í formum